Gullni lundinn fór til Íran

Íranska myndin Wednesday May 9, eða Miðvikudagur 9. maí, var valin Uppgötvun ársins á verðlaunaafhendingu RIFF 2015, og hreppti Gullna lundann, aðalverðlaun hátíðarinnar. RIFF lýkur í dag, sunnudag.

Wednesday, May 9 - Still hi-res [189134]

Hin virtu Fipresci verðlaun frá samnefndum alþjóðasamtökum kvikmyndagagnrýnenda, hlaut myndin Krisha (USA) eftir Trey Edward Shults. Sleeping Giant (CAN) eftir Andrew Cividino hlaut viðurkenningu dómnefndar í flokknum.

Myndin How to Change the World / Svona breytum við heiminum eftir Jerry Rothwell fékk Umhverfisverðlaunin og Áhorfendaverðlaunin sem valin var (kosið á mbl.is) úr flokki heimildarmynda hlaut mexíkóska/bandaríska myndin Cartel Land / Glæpaland eftir Matthew Heineman (MEX/USA).

Veitt voru verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina í samvinnu við RÚV, en tvær myndir skiptu með sér verðlaununum: Heimildaminnd eftir Jón Ásgeir Karlsson og Regnbogapartý eftir Evu Sigurðardóttur.

Loks fengu Harry Cherniak og Dusty Marncinelli hvatningarverðlaunin Gullna eggið, fyrir Winter Hymns (CAN) en um þau keppa myndir sem sýndar eru í kvikmyndasmiðju RIFF fyrir upprennandi kvikmyndaskáld, „TransAtlantic Talent Lab“.