Óskarsverðlaunaleikstjórinn Sydney Pollack er látinn 73 ár að aldri. Hann lést síðdegis í gær á heimili sínu umkringdur fjölskyldu og vinum eftir 9 mánaða langa baráttu við krabbamein. Hann sló fyrst í gegn með myndina Tootsie árið 1982.
Ein af síðustu myndunum sem hann vann að var Michael Clayton, en hann var framleiddi myndina ásamt því að leika Marty Bach í þeirri mynd. Síðasta myndin sem hann lék í var rómantíska gamanmyndin Made of Honor, sem er reyndar enn í bíó hér á klakanum.
Hann fékk 7 Óskarstilnefningar fyrir mynd sína Out of Africa árið 1986, og hreppti hún m.a. óskarinn fyrir besta leikstjóra og besta myndin.
Hann skilur eftir sig konu, tvær dætur, bróður sinn og sex barnabörn. Eini sonur Pollack lést í flugslysi árið 1993.

