Sigurvegari Vitrana, aðalkeppni RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, var valinn í gærkvöldi við hátíðlega athöfn, en það er hin unga kvikmyndagerðarkona Yann Gonzalez, fyrir kvikmynd sína Knife + Heart eða Hnífur í hjarta. Fékk hún afhentan Gullna lundann, sem er verðlaunagripur og einkenni hátíðarinnar.
Verðlaunin voru afhent af Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra, í Hvalasafninu í Reykjavík.
Í aðaldómnefnd hátíðarinnar voru Shailene Woodley, leikkona og framleiðandi, Anne Hubbel, framleiðandi og stofnandi Tangerine Entertainment og Michael Stutz, framleiðandi og dagskrárstjóri á Berlinale.
Verðlaunamyndirnar verða allar sýndar á dag, sunnudaginn 7. október, í Bíó Paradís.
Hér á eftir fer listi yfir aðra verðlaunahafa hátíðarinnar:
1. Aðalverðlaunin, Gullna lundann, vann Yann Gonzalez með bíómynd sinni Hnífur í hjarta. En sérstök verðlaun dómnefndar fékk Styx í leikstjórn Wolfgang Fischer.
2. Í flokknum A different tomorrow fékk myndin América eftir Erick Stoll og Chase Whiteside verðlaunin.
3. Verðlaunin Gullna eggið fékk Nathalia Konchalovsky fyrir stuttmynd sína Vesna. En stuttmyndin Black line eftir Mark Olexa og Francesca Scalisi fékk sérstök verðlaun dómnefndar.
4. Verðlaunin fyrir bestu íslensku stuttmyndina fékk Maddie O´hara, Jack Bushell & Alex Herz fyrir myndina Jörmundur.
5. Sérstök ummæli dómnefndar í aðalverðlauna flokknum Vitranir eru um Styx.
6. Aðalverðlaun hátíðarinnar fer til Hnífur í hjarta, Knife + heart eftir leikstjórann Yann Gonzalez
Ann Hubble, kvikmyndaframleiðandi og stofnandi Tangerine Entertainment, sem var í dómnefndinni með leikkonunni Shailene Woodley, sem stendur við hlið hennar. Við hlið Woodley er Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Í tilkynningu frá RIFF segir að dómnefndin sem valdi Hnífur í hjarta sem bestu mynd hátíðarinnar hafi minnst á að Gonzalez hafi mikið sjálfstraust og beiti miklum húmor í frásögn sinni meðfram spennandi ástarsögu. Myndin sé skemmtileg og safarík upplifun fyrir öll skynfæri.