Judd Apatow með nýja grínmynd

Judd Apatow er með mynd í bígerð sem mun heita Funny People og mun skarta algeru úrvalsliði leikara. Fyrst var tilkynnt að Adam Sandler, Seth Rogen, Leslie Mann og Eric Bana myndu leika í myndinni en nú hafa þeir kumpánar Jason Schwartzman og Jonah Hill bæst við listann!

Apatow hefur leikstýrt myndum eins og Knocked Up og The 40 Year Old Virgin en hefur einnig komið að gerð mynda eins og Superbad og nú síðast Pineapple Express sem er ekki enn byrjað að sína, en hún kemur í bíó í lok sumars/byrjun hausts.

Hann vildi lítið segja um söguþráðinn á Funny People en sagði þó að hún muni gerast í heimi uppistandsins og fókusera á uppistandara sem lendir í lífshættulegu atviki sem breytir lífi hans.

Tökur hefjast um miðjan september í Los Angeles.