Eldarnir brunuðu á toppinn

Íslenska stórmyndin Eldarnir gerði sér lítið fyrir og brunaði á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi. Rúmlega tvö þúsund manns mættu í bíó og tekjurnar voru ríflega fimm milljónir króna.

Í öðru sæti listans er toppmynd síðustu viku, hrollvekjan The Conjuring: Last Rites.

Demon Slayer: Kimetsu No Yaiba Infinity Castle vermdi svo þriðja sæti listans.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: