Söngleikurinn Mamma Mia, sem allir ættu nú að kannast við á Íslandi eftir endalaust fréttaflóð síðustu 4 mánuði, hefur skilað yfir 100 milljónum íslenskra króna í kassann í íslenskum kvikmyndahúsum síðan hún var tekin til sýninga hér á landi fyrir rétt rúmum 4 mánuðum.
Þetta er hreint út sagt magnaður árangur, og er óhætt að segja að hún verður án alls vafa vinsælasta mynd ársins 2008, eitthvað sem ekki margir gátu séð fyrir. Þess má til gamans geta að The Dark Knight hefur þénað næstmest, eða um 63 milljónir íslenskra króna.
Mamma Mia er í 9.sæti yfir vinsælustu myndirnar á Íslandi um síðustu helgi.

