Weitz sér um New Moon

Entertainment Weekly eru búnir að uppljóstra því að Chris Weitz verði maðurinn á bakvið Twilight-framhaldið, New Moon. Catherine Hardwicke, leikstjóri Twilight, hafði nýlega tilkynnt að hún gæti ekki snúið aftur vegna annara verkefna. Hún sagðist samt vera gríðarlega bjartsýn á framhaldi kvikmyndaseríunnar.

Weitz er þekktastur við hlið bróður síns, Paul, en saman framleiddu þeir og leikstýrðu fyrstu American Pie myndinni ásamt seinna About a Boy.
Fyrsta verkið sem Chris tók að sér einn var Twilight, sem kom út á síðasta ári. Sú mynd feilaði heldur betur vestanhafs, en hefur gert ágæta hluti yfir evrópu.

New Moon er áætluð að koma í bíó í kringum næstu jól. Vampíruaðdáendur bíða eflaust spenntir.