Bretarnir kunna þetta
Það er sjaldan sem að maður sér breska gamanmynd og verður fyrir vonbrigðum. Sama má því miður ekki segja um þær bandarísku, bretarnir kunna þetta bara. About a boy er mynd byggð á...
"Growing up has nothing to do with age."
Hinn 12 ára gamli Marcus Brewer býr með þunglyndri einstæðri móður sinni, Fiona Brewer.
Öllum leyfð
BlótsyrðiHinn 12 ára gamli Marcus Brewer býr með þunglyndri einstæðri móður sinni, Fiona Brewer. Bæði Fiona og Marcus fara sínar eigin leiðir. Marcus gerir hvað hann getur til að gleðja móður sína, jafnvel þó það geri hann sjálfan leiðan. Vegna þessara aðstæðna þá gerir hann sér grein fyrir því að krökkunum í skólanum finnst hann vera öðruvísi en hinir krakkarnir, og meira að segja nördarnir vilja ekki vera vinir hans, enda er honum strítt í skólanum. Hluti af ástæðunni fyrir því að honum er strítt er að hann syngur og talar við sjálfan sig án þess að átta sig á að hann geri það. Á sama tíma þá er hinn 38 ára gamli slugsi, Will Freeman, að njóta lífsins við að gera ekki neitt, í þægilegri íbúð, og græðir fullt af peningum á gömlu jólalagi sem faðir hans sálugi samdi, og því þarf hann ekkert að vinna. Hann hugsar bara um sjálfan sig og lífið snýst allt í kringum hann sjálfan. Hann fær eitt sinn þá hugmynd að það gæti hentað honum vel að fara á stefnumót með einstæðum mæðrum. Á einu slíku stefnumóti hittir hann Marcus, þar sem ein af einstæðu mæðrunum sem fer út með Will, Suzie, er vinkona þeirra Marcus og Fiona. Í tilraun til að brjótast úr úr aðstæðum sínum, en einnig af því að hann vill að Will og Fiona hittist og fari á stefnmót, þá þröngvar Marcus sér inn í líf Will, en Will er tregur til að taka á móti honum í fyrstu. Will fer samt hægt og hægt að átta sig á að Marcus er meira en bara til vandræða, hann þarfnast líka einhvers sem getur hjálpað honum í gegnum hin erfiðu unglingsár og gæti stutt hann, þar sem það getur verið erfitt að eiga móður sem er sí og æ á barmi þess að fremja sjálfsmorð. Hann áttar sig á að þarna geti hann mögulega lagt eitthvað af mörkum til að hjálpa til, en á sama tíma gæti svo farið að Marcus gæti hjálpað Will að verða fullorðinn líka.




"Marcus: I used to want Will to marry my mom.
Ali: You serious?
Marcus: Yeah, but that was when she was depressed and I was desperate.
Will: Thanks, mate. "
Það er sjaldan sem að maður sér breska gamanmynd og verður fyrir vonbrigðum. Sama má því miður ekki segja um þær bandarísku, bretarnir kunna þetta bara. About a boy er mynd byggð á...
About a boy segir frá náunga að nafni Will(Hugh Grant) sem er atvinnulaus og tekjurnar hans koma frá stefgjöldum vegna jólalags sem faðir hans samdi. Okkar maður notar sinn alla frítíma í a...
About a boy er skemmtileg mynd sem sínir á hinu sanna í lífinu. Hann Will er einn og búinn að vera með mörgum konum og lífið er létt hjá honum. Þar til hann fer í einnhvern sanleika hr...
Loksins... Loksins loksins loksins! Hugh Grant komst út úr hlutverkinu sem hann hefur verið að leika (mj.illa) undanfarinn ár og náði að skapa persónu! Hann á hér stórleik ásamt Toni Coll...
Það hefur oft verið sagt að About a Boy sé eins konar karlkyns útgáfa af Bridget Jones Diary þar sem hún fjallar um líf piparsveins sem líkar ágætlega að vera einhleypur þrátt fyrir þ...
Snilld, þessi mynd kom alveg virkilega á óvart því að þær væntingar sem maður gerir til myndar sem heitir About A Boy og er með Hugh Grant í aðalhlutverki geta nú ekki verið miklar, eng...
About a Boy er gamanmynd þar sem verið er um að ræða mannlega sögu með dramatísku ívafi. Ég fór á hana með takmarkaðar væntingar og vonaðist aðallega eftir einhverju í anda Bridget J...
Alveg meiriháttar skemmtileg gamanmynd þar sem Huge Grant slær í gegn með stórkostlegum leik ásamt meðleikurum sínum. Hér er hreinlega á ferðinni ein besta mynd ársins ef ekki bara sú be...
Mér fannst þessi mynd mjög góð og ég mæli með henni! Myndin fjallar um þennan mann sem heitir Will. Það sem er svo sérstakt við þennan mann er að hann gerir EKKERT! Hann þarf heldur ek...