Leikarinn Jude Law sem menn muna síðast eftir í kvikmyndinni A.I. Artificial Intelligence hefur landað aðalhlutverkinu í kvikmyndinni Diary Of A Young London Physician sem mun fjalla um hinn tvíklofna persónuleika Dr. Jekylls og Mr. Hyde sem flestir þekkja. Leikstjórinn og handritshöfundurinn David Mamet ( State and Main ) skrifaði handritið og mun sjálfur leikstýra. Fyrir utan Law hefur aðeins leikkonan Rebecca Pidgeon ( Heist ) verið staðfest í leikarahóp myndarinnar.

