Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

A.I. Artificial Intelligence 2001

(AI Artificial Intelligence)

Justwatch

Frumsýnd: 21. september 2001

David is 11 years old. He weighs 60 pounds. He is 4 feet, 6 inches tall. He has brown hair. His love is real. But he is not.

146 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 76% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Myndin fjallar um vísindamann í ótilgreindri framtíð, leikinn af William Hurt, sem tekur þá ákvörðun að þróa vélmenni sem getur komið í stað barna og elskað foreldra sína jafn heitt og raunveruleg börn. Tækni tengd vélmennum hefur augljóslega farið mikið fram þegar hér er komið sögu og er ljóst að möguleikinn er fyrir hendi. Ungum hjónum sem eiga... Lesa meira

Myndin fjallar um vísindamann í ótilgreindri framtíð, leikinn af William Hurt, sem tekur þá ákvörðun að þróa vélmenni sem getur komið í stað barna og elskað foreldra sína jafn heitt og raunveruleg börn. Tækni tengd vélmennum hefur augljóslega farið mikið fram þegar hér er komið sögu og er ljóst að möguleikinn er fyrir hendi. Ungum hjónum sem eiga afar veikan son er falið að annast tilraunaútgáfuna og í framhaldi af því taka málin óvænta stefnu.... minna

Aðalleikarar


A.I. er stórkostleg mynd. Hún er flott gerð, tæknibrellurnar eru ótrúlega flottar, sagan er mjög góð, leikstjórn Spielberg til fyrirmyndar og leikarar standa sig mjög vel. Haley Joel Osment kemur með brilliant frammistöðu sem vélmennið sem er að reyna komast að því hvar galdrakonan er svo hún geti breytt honum í real boy. Jude Law er nett magnaður sem ferðafélagi Haleys og William Hurt er traustur að vanda, þrátt fyrir lítið hlutverk. En í heildina er A.I. klassaverk frá meistara Spielberg. En það hefði samt verið gaman að sjá hvernig útgáfa Kubricks hefði verið, hefði hann náð að klára hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Svona mynd hef ég beðið eftir lengi. Hún fær góðan sess við hlið The Matrix, sem ein af flottustu, áhrifamestu og í raun bestu myndum sem ég hef séð. Þrátt fyrir að vera í lengsta lagi, er aldrei dauður punktur, hvorki í söguþræði, persónusköpun, né tæknibrellum. Ég segi það sama um A.I. og Equilibrium, hreint listaverk frá upphafi til enda. Farið er með mann á ystu nöf hins trúlega í þessu meistaraverki Spielbergs, það sem tekur við eftir annars rólega en heillandi byrjun, skilur mann eftir agndofa. Hvað mundi það þýða ef það væri hægt að búa til barnavélmenni sem gæti elskað, grátið, saknað og jafnvel fundið til? David litli er, þegar uppi er staðið, ekki ofurleikfang eins og bangsinn góði sem fór algjörlega á kostum, heldur í raun lifandi drengur -eins lifandi og hægt er án þess að vera líffræðileg mannvera. Hann dreymir eins og raunverulegan dreng og saknar mömmu sinnar eftir að hún skilur nauðug við hann úti í skógi. David er svo mannlegur en takmörk hans verða þess valdandi að sambúð hans með syni fósturforeldra hans og fleira góðu fólki gekk ekki upp. Úr leit hans að mömmu sinni og uppruna sínum, verður ævintýraleg háskaför sem engan endi virðist ætla að taka. Aukaleikarar eru ekki allir að gera sérstaklega góða hluti, en Haley Joel bætir fyrir allan hugsanlegan skaða af þeirra völdum. Hann er sannarlega leikari af Guðs náð, hann fellur algjörlega í hlutverkið sitt, sem réttilega getur talist vera mjög erfitt -vélmenni sem er í raun mannvera (eða öfugt). Það er eitthvað sérstaklega heillandi við A.I. -öll hin djúpa speki og hinar hávísindalegu pælingar í bland við ótrúlegar tæknibrellur og ævintýralegan, ófyrirsjáanlegan söguþráð með alveg óvæntum endi. Ég mæli með henni fyrir allar tilfinningaverur eldri en tólf ára.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hin þokkalegasta afþreygingarmynd sem segir frá vélmennadreng sem þróar með sér ýmsar tilfinningar(vélmenni með tilfinningar hefur maður ekki séð eitthvað svona áður?). Aðalhlutverkið leikur Haley Joel Osment en hann er einn af þessum örfáu leikurum sem ég einfaldlega þoli ekki. Þó dregur hann myndina ekki eins mikið niður og mætti ætla. Myndin er ósköp hæg og róleg en það kemur ekki að sök því hún kemur með allskonar heimspekilegar pælingar og í heild er þetta bara ágætis mynd. Eigum við að segja eins og tvær og hálf stjarna?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd í bíó fljótlega þegar byrjað var að sýna hana, en treysti mér hins vegar ekki að skrifa um hana fyrr en ég var búin að sjá hana aftur á Video. Myndin segir frá 11 ára strák, David, sem á yfirborðinu lítur út fyrir að vera venjulegur drengur, en er í raun vélmenni. Myndin gerist í framtíðinni og mannkynið treystir orðið á ómetanlega hjálp vélmenna. David er fyrsti sinnar tegundar, og er hann gæddur mannlegum tilfinningum, sem gerir honum m.a. kleift að elska og eiga ósviknar tilfinningar. Hann kemst fljótlega í eigu hjóna og á að koma í stað sonar þeirra sem liggur í dauðadái. Allt gengur vel um sinn, eða þangað til að sonurinn vaknar úr dáinu, og þar með er David vísað á dyr. David stendur nú einn uppi í skringilegri veröld þar sem hann þekkir ekkert til. Hann nýtur þó félagsskapar vélmennisins Gigalo Joe sem er sérhannað til að veita manneskjum fullnægingu, og saman lenda þeir í ýmsum ævintýrum. Ytri útlit myndarinnar er nánast fullkomið. Stórkostlegar sjónbrellur, topp myndataka og tónlistin, sem mér fannst það besta, enda var John Williams réttilega tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir hana. Þrátt fyrir þetta er hún að mínu mati ekki sú stórmynd sem margir vilja meina, því hún nær ekki að halda dampi og síðasti hlutinn er mjög leiðinlegur, langdreginn og allt og væmin fyrir minn smekk. Þótt fyrri hlutinn sé mjög dramatískur og frekar sorglegur (t.d. þegar David er skilinn eftir út í skógi) þá ber hann klárlega með sér Kubrick keim. Þ.e.a.s hún er aldrei væminn því hún hefur ákveðinn drunga yfir sér og er pínulítið creepy á köflum. Hún missir hins vegar allan drunga og verður því afskaplega væminn og endirinn var svo langdreginn að ég spólaði nánast yfir hann allan. Það er greinilegt að Kubrick hefur ekki komið nálægt honum og raunar ótrúlegt að slíkur fagmaður eins og Spielberg hafi samið svona vitleysu. Hann var eiginlega einum of frumlegur (þótt frumleiki sé oftast jákvæður). Leikarar stóðu sig mjög vel og þá sérstaklega Jude Law og Frances O' Connor, en Haley Joel stóð sig einnig ágætlega. Þrátt fyrir þessa galla á myndinni finnst mér að kvikmyndaunnendur ættu ekki að sleppa henni, vegna þess að hún er áhugaverð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er ein besta mynd ársins 2001. Spielberg klikkar ekki oft, og þetta er eitt skiptið sem klikkaði EKKI. Swinton hjónin eiga mjög veikan son og eru búin að missa alla von um að hann lifi af. Þau taka þau ákvörðun að fá sér nýja týpu af A.I Artificial Intelligence (gervilífform) sem er ungur drengur sem heitir David, hann getur talað, leikið sér og elskað. Einn daginn læknast sonur þeirra og hann vill ekki sætta sig við nýja fjölskyldumeðliminn. Móðir þeirra þarf að fara með David út úr bænum og skilja hann eftir. Hann fer þá í sinn leiðangur að finna leið til að fá Monicu (móður) hans til að elska sig. Þar hittir hann Gigolo Joe (Jude Law). Án efa ein besta mynd sem gerð hefur verið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.08.2016

100 bestu myndir 21. aldarinnar

Ný könnun ríkisútvarpssins breska BBC, leiðir í ljós að besta mynd aldarinnar sem við lifum nú á, þeirrar 21., er Mulholland Drive frá árinu 2002 eftir David Lynch. Þó einungis séu liðin 16% af öldinni, þá streyma...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn