Fyrir þá sem muna eftir Interview with the Vampire: The Vampire Chronicles með Brad Pitt og Tom Cruise í aðalhlutverki, þá var það Tom Cruise sem fór með hlutverk vampírunnar Lestat. Aðrir kannast kannski við Lestat úr myndinni Queen of the Damned, þar sem hann var leikinn af Stuart Townsend.
Universal Pictures stefna nú á að gefa út aðra mynd úr þessum söguheimi Anne Rice og ætla að fá Robert Downey Jr. til liðs við sig, til að leika Lestat.
Ég vona bara að þetta verði meira í stíl við Interview with the Vampire frekar en hina, því mér fannst það mjög góð mynd.
Hvað fannst þér ?

