Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Besta vampíru mynd allra tíma ? Já
*************Já það er Spoiler !!!!!**************
Interview with the Vampire er byggð á bók eftir Anne Rice, ég er ekki búinn að lesa bókina en ég veit samt að bókin er pottþétt svipað góð því annars verður myndin aldrei góð. Í myndinni sjáum við söguna frá sjónarhorni Louis de Pointe du Lac (Brad Pitt). Daniel Malloy (Christian Slater) er að taka viðtal við Louis og þá fær hann alveg svakalega góða sögu (Öll myndin).
Lestat de Lioncourt (Tom Cruise) er vampíra og kemur auga á Louis og fer svo að elta hann í smá stund og þegar rétta tækifærið gefst þá bítur Lestat, Louis og býður honum mjög gott boð, svona í fyrstu, að gerast vampíru og lifa af eilífu eða að hann drepur hann. Louis er mjög viðkvæmur að þurfa að taka mannslíf (Drepa) þannig hann er til mikilla vandræða fyrir Lestat því að hann er atvinnumaður í að drepa og gera þannig stuff.
Einn dag þá lenda Louis og Lestat í smá rifrildi og Louis fer út í fýlu og þá sér hann stelpuna Claudia (Kirsten Dunst) og hann missir sig og fer að drekka hennar blóð, svo verður Lestat vitni af því og þá fer Louis en Lestat tekur stúlkuna og þeir ákveða svo í sameiningu að láta hana lifa og verða ein af þeim. Þegar þau þrjú Louis,Lestat og Claudia eru búin að lifa í mörg ár jafnvel öld, þá fær Claudia svo mikla leið á Lestat þannig að hún fer og drepur hann. Svo lifa þau Claudia og Louis í margar aldir að leita að öðrum vampírum og svo skyndilega þá hitta þau elstu vampíruna sem er eftir lifandi Armand (Antonio Banderas) og hans fylgis vampírur. Þegar þau lenda líka í miklu rifrildi og þá drepur hópurinn hans Armand, Claudia . Eftir það þá verður Louis aðeins einn. Svo kemur bara endirinn
***********Spoiler búinn***********
Interview with the Vampire er mjög áhugaverður söguþráður og allt svo mjög vel heppnað að öllu leyti og svo hvernig þetta allt stemmir. Leikararnir allir standa sig eins og hetjur sérstaklega Kirsten Dunst og Tom Cruise þau voru lang best í myndinni að mínu mati. Svo kemur Brad Pitt þarna á eftir, við vitum það öll að Brad Pitt er mergjaður leikari og þá á hann að geta gert miklu betur en hann gerði í myndinni. Þetta er svo allra besta hlutverk sem Kirsten Dunst hefur tekið að sér og hún á skilið stórt hrós.
Interview with the Vampire er margverðlaunuð mynd og hún á það svo mikið skilið og hún ætti að fá miklu fleiri Óskara en bara tvo. Hver kannast ekki við vampírur og varúlfa og þess háttar ævintýri, hérna sjáum við þá allra bestu vampíru kvikmynd sem hefur verið gerð frá upphafi. Twilight er drasl og hefur alltaf verið það og svo förum við að meta þessar tvær myndir Twilight vs. Interview with the Vampire, hver heldurðu að útkoman verði ? Twilight neeei alls ekki því að Interview with the Vampire er betri á alla kanta sem eru til. Ég er ekki alveg að sjá hvað stelpur eru að dást yfir vitlausum myndum eins og Twilight í staðinn er miklu gáfulegra að dást af Interview with the Vampire því hún er meistaraverk annað en Twilight. Það vita allt of fáir um myndina því miður, við ættum að skella henni aftur í bíó (Bíó Paradís, Mánudagsbíó) því hún er feit klassísk.
Fólk sem er að neita því að horfa á Interview with the Vampire er að missa af svo miklu að það er ekki eðlilegt. Þegar ég sá myndina fyrst þá sagði ég "Þetta er fokk góð mynd, af hverju er ég ekki búinn að sjá hana fyrr ". Já af hverju var ég ekki búinn að sjá hana fyrr ? Ég sé bara efir því að ekki reynt að ná sambandi við stykkið en ég er búinn að sjá hana og kaupa hana núna. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því að eitt mínum 123 min svona vel og þá á þessa mynd. !
Einkunn: 9/10 - "Ef Brad Pitt hefði gert sig besta þá væri þetta bara 10 en því miður gerði hann það ekki, ef þú ert ekki búinn að sjá hana þá skaltu gera það sem fyrst - þú munt ekki sjá eftir því"
*************Já það er Spoiler !!!!!**************
Interview with the Vampire er byggð á bók eftir Anne Rice, ég er ekki búinn að lesa bókina en ég veit samt að bókin er pottþétt svipað góð því annars verður myndin aldrei góð. Í myndinni sjáum við söguna frá sjónarhorni Louis de Pointe du Lac (Brad Pitt). Daniel Malloy (Christian Slater) er að taka viðtal við Louis og þá fær hann alveg svakalega góða sögu (Öll myndin).
Lestat de Lioncourt (Tom Cruise) er vampíra og kemur auga á Louis og fer svo að elta hann í smá stund og þegar rétta tækifærið gefst þá bítur Lestat, Louis og býður honum mjög gott boð, svona í fyrstu, að gerast vampíru og lifa af eilífu eða að hann drepur hann. Louis er mjög viðkvæmur að þurfa að taka mannslíf (Drepa) þannig hann er til mikilla vandræða fyrir Lestat því að hann er atvinnumaður í að drepa og gera þannig stuff.
Einn dag þá lenda Louis og Lestat í smá rifrildi og Louis fer út í fýlu og þá sér hann stelpuna Claudia (Kirsten Dunst) og hann missir sig og fer að drekka hennar blóð, svo verður Lestat vitni af því og þá fer Louis en Lestat tekur stúlkuna og þeir ákveða svo í sameiningu að láta hana lifa og verða ein af þeim. Þegar þau þrjú Louis,Lestat og Claudia eru búin að lifa í mörg ár jafnvel öld, þá fær Claudia svo mikla leið á Lestat þannig að hún fer og drepur hann. Svo lifa þau Claudia og Louis í margar aldir að leita að öðrum vampírum og svo skyndilega þá hitta þau elstu vampíruna sem er eftir lifandi Armand (Antonio Banderas) og hans fylgis vampírur. Þegar þau lenda líka í miklu rifrildi og þá drepur hópurinn hans Armand, Claudia . Eftir það þá verður Louis aðeins einn. Svo kemur bara endirinn
***********Spoiler búinn***********
Interview with the Vampire er mjög áhugaverður söguþráður og allt svo mjög vel heppnað að öllu leyti og svo hvernig þetta allt stemmir. Leikararnir allir standa sig eins og hetjur sérstaklega Kirsten Dunst og Tom Cruise þau voru lang best í myndinni að mínu mati. Svo kemur Brad Pitt þarna á eftir, við vitum það öll að Brad Pitt er mergjaður leikari og þá á hann að geta gert miklu betur en hann gerði í myndinni. Þetta er svo allra besta hlutverk sem Kirsten Dunst hefur tekið að sér og hún á skilið stórt hrós.
Interview with the Vampire er margverðlaunuð mynd og hún á það svo mikið skilið og hún ætti að fá miklu fleiri Óskara en bara tvo. Hver kannast ekki við vampírur og varúlfa og þess háttar ævintýri, hérna sjáum við þá allra bestu vampíru kvikmynd sem hefur verið gerð frá upphafi. Twilight er drasl og hefur alltaf verið það og svo förum við að meta þessar tvær myndir Twilight vs. Interview with the Vampire, hver heldurðu að útkoman verði ? Twilight neeei alls ekki því að Interview with the Vampire er betri á alla kanta sem eru til. Ég er ekki alveg að sjá hvað stelpur eru að dást yfir vitlausum myndum eins og Twilight í staðinn er miklu gáfulegra að dást af Interview with the Vampire því hún er meistaraverk annað en Twilight. Það vita allt of fáir um myndina því miður, við ættum að skella henni aftur í bíó (Bíó Paradís, Mánudagsbíó) því hún er feit klassísk.
Fólk sem er að neita því að horfa á Interview with the Vampire er að missa af svo miklu að það er ekki eðlilegt. Þegar ég sá myndina fyrst þá sagði ég "Þetta er fokk góð mynd, af hverju er ég ekki búinn að sjá hana fyrr ". Já af hverju var ég ekki búinn að sjá hana fyrr ? Ég sé bara efir því að ekki reynt að ná sambandi við stykkið en ég er búinn að sjá hana og kaupa hana núna. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því að eitt mínum 123 min svona vel og þá á þessa mynd. !
Einkunn: 9/10 - "Ef Brad Pitt hefði gert sig besta þá væri þetta bara 10 en því miður gerði hann það ekki, ef þú ert ekki búinn að sjá hana þá skaltu gera það sem fyrst - þú munt ekki sjá eftir því"
Interview with a vampire er ein af bestu myndum sem ég hef séð. Allir fara snilldarlega með hlutverk sín, sérstaklega Kirsten Dunst, Brad Pitt, Tom cruise og Antonio Banderas en mér finnst reyndar Christian Slater alltaf svo ogeðslega leiðinlegur. Ef þið eruð ekki búin að sja þessa þá verðiði ad drífa í því annars missiði af miklu ein besta mynd allra tíma.
Á þessa SNILLDARMYND á spólu og er búinna að horfa svo oft á hana að ég þurfti að taka mér pásu í smá tíma. Anne Rice er sjálf að skrifa handritið að þessari dásemd og gerir það fantavel, enda er þetta hennar saga og hún veit hvað hún vill á skjáinn. Umhverfi og sviðsmynd er alveg ofboðslega skemmtilegt og tekur maður ekki eftir neinum villum í upppsetningu á því (þó að ég sé ekki neinn sérfræðingur í þeim efnum). Búningar eru flottir og greynilegt að þar hefur engu verið til sparað og allt verið gert af fremstu fagmönnum. Ég er búinn að sjá MARGAR vampírumyndir og hef gaman af viðfangsefninu, Þó að ég sé enginn ofstækismaður í þeim efnum. Flestar, ef ekki allar þessar nýjustu vampírumynda er bölvað sorp, og er þar leikurinn á aftasta bekk. Aftur á móti er allur leikur í þessari mjööög góður og skemmtilegt að fylgjast með persónum, en ekki leikendum. Það hepnast ekki svona vel bara af því að leikaravalið er magnað; heldur útaf frábæru handriti og fínni tilsögn leikstjóra. Þeir hafa tekið sér langann tíma í að fá það besta úr hverjum karakter og fínslípa svo allt saman. Þar koma fínar tennur vampíranna sterkar inn, því að það er ekkert eins pirrandi og vampírumynd þar sem að allt er eyðilagt með ónýtum vígtönnum. Brad Pitt er að leika sitt hlutverk ógeðslega vel, er engin furða að hann hafi verið fenginn í að leika Louy. Vampírur eiga víst að vera ólýsanlega fallegar. Það er Pitt í þessari mynd (ekki misskilja), og reyndar allir aðrir sem að vampírur leika. Reyndar eru flestir aukaleikararnir minna unnir hvað það varðar, en enginn þeirra er í mikilli nærmynd. Tom Cruise er flottur sem Lestat og nær að fanga hans illa eðli óaðfinnanlega (sem var svo gjörsamlega eyðilagt í Queen of the Damned) og var manni frekar illa við hann en samt ekki. Var lengi að sjá hver það var sem að lék hina ungu Claudiu þar sem að hún er svona ung, en áttaði mig þó á endanum. Þar er magnaður leikur hinnar ungu Kirsten Dunst...ja, alveg magnaður. Eini leikarinn sem að mér finnst ekki standa sig í stykkinu er Steaphan Rea, en það er bara af því að hann er svo leiðinlegur, sama hversu mikið hann leggur sig fram. Tæknibrellurnar eru flottar og mjög vel gerðar miðað við þennan tíma sem myndin er gerð. Þar kemur líka sá leikur hjá handritshöfundi og leikstjóra sterkur inn að ekki eru vampírurnar látnar gera einhverja fáránlega hluti í gífurlegu magni, eins og að fljúga um (sem vampírur) eða að breytast í aðrar skelfilegar skeppnur. Reyndar eru sumar þeyrra látnar lesa hugsanir og einhverjir geta svifið um og enn aðrir geta dáleitt fólk með augnaráðinu einu saman. En þetta eru allt saman hlutir sem að er nauðsynlegt að vera fær um til að geta veitt í matinn. Myndin er þannig kaflaskift að hún verður hálf leiðinleg þegar að Claudia og Louy hitta leikhúsvampírurnar, en sá kafli er eiginlega nauðsynlegur til að sína tilfinningatengsl þeirra tveggja og koma smá fjölbreyttni í allt saman. Skemmtilegastur finnst mér endirinn, þar sem að Lestat er kominn á kreik (efir að hafa verið skorinn á háls og kviknað í honum 150 árum áður) og hefur aldrei verið hressari. Svo bíður hann blaðamanninum val á eilífu lífi- eða dauða.
Ég hef ekki lesið bókina eftir Anne Rice en eins og mér skilst þá fer Interview with the Vampire nokkuð vel eftir bókinni. Ég veit að Anne Rice sjálf skrifaði fyrsta útdráttinn af handritinu sem var að einhverju leyti breytt af öðrum handritskrifara. Myndin fjallar mest um Louis sem Brad Pitt leikur sem missti eiginkonu og barn sitt og hefur misst allan lífsvilja, í bókinni þá var það víst eitthvað með bróður hans. Louis er nú að eyða öllum eigum sínum í leit að vera drepinn en í staðinn kemur vampíran Lestat leikin af Tom Cruise sem gefur honum val, að deyja eða verða vampíra. Louis velur seinni kostinn, og við fréttamann sem Christian Slater leikur segir hann lífssögu sína og hvernig hann hittir aðra eins og Claudia (Kristen Dunst) og Armand (Antonio Banderas). Þessi mynd og Michael Collins er eina mynd sem ég veit um sem Neil Jordan leikstýrði og ég hef aðeins séð brot úr Michael Collins. Interview with the Vampire hefur frábæra sögusetningu og handrit. Allir leika fullkomlega, sérstaklega Kristen Dunst miðað við aldur. Tom Cruise passaði mjög vel sem Lestat þrátt fyrir að passa kannski ekki í útlitslýsingu Lestat´s í bókinni. Tónlistin eftir Elliot Goldenthal á skilið mikið hrós. Myndin hefur samt sína galla, helst sá að myndin er of stutt. Hún er of klippt, mætti vera hálftíma lengri og segja söguna aðeins rólegra. Annars er Interview with the Vampire klássísk og ein besta vampíru mynd sem til er og ein besta mynd 1994.
Þessi mynd er snilldar vampíru mynd. það er flott þegar að Tom Crusie kemur og bítur Brad Pitt og spyr hann hvort hann vilji deyja eða hvort hann vilji eilíft líf. síðan er flott að sjá þegar þau bíta annað fólk og breyta því þá deyr allt mennlegt í þeim og þau breytast í vampírur. síðan drepa þau Brad og litla stelpan han Lestat og fara úr landinu og leita í mörg ár að öðrum vampírum og finna þær loks þegar þau eru hætt að leita að þeim og þau drepa litlu stelpuna og konu sem hún lét hann Brad breyta og loka hann inní vegg í líkkistu síðan kemur hann Antonio og tekur hann úr veggnum síðan um kvöldið þá fer hann Brad inní húsið þeirra og drepur allar vampírunrnar þar. síðan alla myndina þá er hann að tala við fréttamann og í lokin á viðtalinu þá er fréttamaðurinn voða hrifinn af sögunni og fer að spyrja hann að mörgu og Brad verður fúll og spyr hann hvort hann vilji verða matur fyrir hina ódauðlegu og hverfur síðan. síðan fer frétamaurinn í burtu og er að fara yfir brú þá kemur Lestat og bítur hann. þessi mynd er mjög góð og ég mæli með henni.