Náðu í appið
The Brave One

The Brave One (2007)

"How many wrongs to make it right?"

2 klst 2 mín2007

Erica Bain er kát og glöð útvarpskona, og býr í borginni sem hún elskar og er með kærasta sem hún dýrkar og dáir.

Rotten Tomatoes43%
Metacritic56
Deila:
The Brave One - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Erica Bain er kát og glöð útvarpskona, og býr í borginni sem hún elskar og er með kærasta sem hún dýrkar og dáir. En hrottaleg árás sem hún og kærastinnn verða fyrir í Central Park í New York breytir lífi hennar til frambúðar, en hún lendir í dauðadái í þrjár vikur í kjölfarið og kærastinn lætur lífið. Til að finna til meira öryggis eftir árásina þá kaupir hún sér byssu. En New York er ekki lengur sú sama fyrir henni og áður, og Erica lendir í nokkrum tilvikum þar sem hún er óhrædd við að beita skotvopninu, og drepur óþokka, fleiri en einn og fleiri en tvo. Allir tala nú um þennan sjálfskipaðan löggæslumann sem virðist vera úti á götum borgarinnar, og Erica neyðist sömuleiðis til að tala um málið í útvarpinu í þætti sínum.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (2)

Jodie Foster er nokkuð góð í að leika viðkvæma nagla, þ.e. hörð og mjúk á sama tíma. Hún gerði það í Bugsy Malone, The Accused, Silence of The Lambs og Panic Room. Hlutverkin eru ald...

Kvenkyns The Punisher?

★★★★☆

 Erica Bain(Jodie Foster) er útvarpskona í New York borg. Kvöld eitt er ráðist á hana og kærasta hennar, hann deyr en hún kemst lífs af og eftir þriggja vikna sjúkrahússvist er vinkona ok...

Framleiðendur

Village Roadshow PicturesUS
Silver PicturesUS
Warner Bros. PicturesUS