Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Jodie Foster er nokkuð góð í að leika viðkvæma nagla, þ.e. hörð og mjúk á sama tíma. Hún gerði það í Bugsy Malone, The Accused, Silence of The Lambs og Panic Room. Hlutverkin eru aldrei eins en hún er farin að virka á mig eins og hún sé að gera sama hlutinn aftur og aftur. Er það bara ég? Hér leikur hún venjulega (útvarps) konu sem lendir í áfalli og í staðinn fyrir að vera bara viðkvæm ákveður hún að berjast. Hún tekur lögin í sínar eigin hendur og breytist í The Punisher. Það besta við þessa mynd er Terrence Howard. Hann leikur löggu sem rannsakar mál tengd henni og kynnist Foster. Samband þeirra þróast og fer stundum óvæntar slóðir.
Ég veit ekki alveg hvað á að segja um þessa mynd. Hún er vel leikin. Henni er vel leikstýrt...en það vantar eitthvað. Sagan var eitthvað of týpískt. Líf Foster fyrir áfallið var eitthvað svo ótrúlega fullkomið að ég trúði því varla. Svo finnst mér ótrúlegt að hún hafi komist upp með eins mikið og hún gerði. Uh, ekki eftirminnileg mynd en ekki vond samt. Ætli maður segi ekki þetta klassíska, ágætis afþreying...
Kvenkyns The Punisher?
Erica Bain(Jodie Foster) er útvarpskona í New York borg. Kvöld eitt er ráðist á hana og kærasta hennar, hann deyr en hún kemst lífs af og eftir þriggja vikna sjúkrahússvist er vinkona okkar í algjöru svartnætti, kaupir sér ólöglegt skotvopn og refsar glæpamönnum á meðan hún bíður eftir að geta hefnt kærasta síns. The Brave One er eiginlega bara fín skemmtun þó að hún valdi vissum vonbrigðum. Byrjunin lofar grimmum trylli en síðan tekur myndin aðra stefnu þegar hún er hálfnuð og því miður fór áhugi minn á myndinni dvínandi þá. En þetta er þó svo sannarlega bætt upp með krassandi og fullnægjandi endi sem ég var mjög sáttur við. Jodie Foster er leikkona sem ég hef aldrei fílað neitt sérstaklega vel en hún stendur sig frábærlega í The Brave One og skapar persónu sem maður heldur með. Terrence Howard leikur síðan löggu, ágæt frammistaða en ekkert eftirminnileg. The Brave One er alls engin snilld en það má alveg gefa henni séns. Ég segi 7/10 í einkunn.
Erica Bain(Jodie Foster) er útvarpskona í New York borg. Kvöld eitt er ráðist á hana og kærasta hennar, hann deyr en hún kemst lífs af og eftir þriggja vikna sjúkrahússvist er vinkona okkar í algjöru svartnætti, kaupir sér ólöglegt skotvopn og refsar glæpamönnum á meðan hún bíður eftir að geta hefnt kærasta síns. The Brave One er eiginlega bara fín skemmtun þó að hún valdi vissum vonbrigðum. Byrjunin lofar grimmum trylli en síðan tekur myndin aðra stefnu þegar hún er hálfnuð og því miður fór áhugi minn á myndinni dvínandi þá. En þetta er þó svo sannarlega bætt upp með krassandi og fullnægjandi endi sem ég var mjög sáttur við. Jodie Foster er leikkona sem ég hef aldrei fílað neitt sérstaklega vel en hún stendur sig frábærlega í The Brave One og skapar persónu sem maður heldur með. Terrence Howard leikur síðan löggu, ágæt frammistaða en ekkert eftirminnileg. The Brave One er alls engin snilld en það má alveg gefa henni séns. Ég segi 7/10 í einkunn.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Bros. Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
12. október 2007