Ondine
2009
Fannst ekki á veitum á Íslandi
The truth is not what you know. It's what you believe.
111 MÍNEnska
70% Critics 65
/100 Ondine segir frá írskum sjómanni að nafni Syracuse (Farrell) sem finnur einn daginn konu (Alicja Bachleda) fasta í fiskinetinu hjá sér úti á rúmsjó. Hann telur hana vera nokkurs konar hafmeyju, bjargar henni og nefnir hana Ondine. Dóttir hans, Annie (Alison Barry) trúir honum og ákveða þau að hýsa hana, fæða og klæða. Brátt er Syracuse orðinn yfir sig ástfanginn... Lesa meira
Ondine segir frá írskum sjómanni að nafni Syracuse (Farrell) sem finnur einn daginn konu (Alicja Bachleda) fasta í fiskinetinu hjá sér úti á rúmsjó. Hann telur hana vera nokkurs konar hafmeyju, bjargar henni og nefnir hana Ondine. Dóttir hans, Annie (Alison Barry) trúir honum og ákveða þau að hýsa hana, fæða og klæða. Brátt er Syracuse orðinn yfir sig ástfanginn af Ondine, en þar sem hún virðist vera komin beint út úr ævintýri vonar Annie að hún sé komin á land til að eyða næstu 7 árum, eins og fram kemur í goðsögninni um verur sem þessa, og að hún geti notað krafta sína til að lækna Annie af nýrnasjúkdómi sem hún þráist af. Í hvert sinn sem Ondine er um borð í fiskibátnum syngur hún undurfagra söngva og netin hreinlega fyllast af fiski. En hvert er hið raunverulega leyndarmál Ondine?... minna