Penn á leið í frumskóginn

Óskarsverðlaunahafinn og aðgerðasinninn Sean Penn gæti verið á leiðinni til frumskóga Venezuela að búa til bíómynd. Þetta er haft eftir sjálfum forseta landsins, Hugo Chavez.

Penn „sagði mér að hann væri mjög áhugasamur um kvikmynd….sem myndi að öllum líkindum verða tekin að hluta í Venezuela“, sagði Chavez við ríkissjónvarpið þar í landi í gær, eftir fund með Penn og kvikmyndaframleiðandanum Art Linson í forsetahöllinni.

Chavez sagði að Penn, sem hann lýsti sem „vini réttlætisins“ vonaðist til að gera mynd sem byggð væri á ævintýrasögunni „The Lost Steps“ frá árinu 1953 eftir kúbanska rithöfundinn Alejo Carpentier en sagan sú gerist að mestu í frumskógum suð-austur Venezuela.

Penn, sem fékk óskarinn fyrst fyrir leik árið 2004 í Mystic River og svo aftur árið 2099 fyrir Milk, kom til Venezuela frá Kúbu, þar sem hann á að hafa ætlað að hitta sjálfan fyrrum leiðtoga landsins, Fidel Castro.