Væntanleg kvikmynd gerð eftir gömlu sjónvarpsþáttunum um löggurnar Starsky & Hutch, hefur fengið góðan liðsmann. Er það enginn annar en snillingurinn Owen Wilson, og mun hann leika annað af aðalhlutverkunum á móti Ben Stiller. Til að byrja með átti Vince Vaughn að leika á móti Stiller, en hann er ekki lengur með í myndinni. Fyrir utan þá tvo herramenn hefur aðeins einn leikari boðað komu sína, og er það enginn annar en rapparinn Snoop Doggy Dogg. Wilson og Stiller hafa unnið saman að ýmsum verkefnum, þ.á.m. Cable Guy, The Royal Tenenbaums og Zoolander, og eiga því vel saman. Myndinni verður leikstýrt af Todd Phillips ( Roadtrip ), og tökur hefjast í febrúar.

