Náðu í appið
The Cable Guy

The Cable Guy (1996)

"Once you let him into your house, you'll never get him out of your life!"

1 klst 36 mín1996

Myndin fjallar um Steven Kovacs og mann sem birtist einn góðan veðurdag í íbúðinni hans og heimtar að fá að vera besti vinur hans, hvað sem það kostar.

Rotten Tomatoes57%
Metacritic56
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:HræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Myndin fjallar um Steven Kovacs og mann sem birtist einn góðan veðurdag í íbúðinni hans og heimtar að fá að vera besti vinur hans, hvað sem það kostar. Þetta hófst þegar Steven var nýhættur með kærustunni sinni og var að flytja í nýja íbúð. Hann langaði til að fá sér áskriftarsjónvarp og vinur hans benti honum á heillaráð til að græða í þeim viðskiptum. Ráðið er að bjóða manninum sem kemur til að tengja kapal áskriftarsjónvarpsins upp á svört viðskipti. Hann fái peninga og Steven í staðinn ókeypis áskrift. En það er þegar fundum Stevens og sendimanns kapalsjónvarpsins ber saman sem örlög arkitektsins unga ráðast. Steven á eftir að komast að því að það er ekkert til sem heitir ókeypis áskriftarsjónvarp. Þessi náungi frá kapalsjónvarpinu er algjör plága. Hann vill enga 50 dollara, hann vill bara að þeir Steven verði bestu vinir og í hans huga er nei ekkert svar.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Columbia PicturesUS
Brillstein-Grey Entertainment
Licht/Mueller Film Corporation

Verðlaun

🏆

Jim Carrey fékk MTV verðlaun fyrir bestan leik og sem besta illmenni. Carrey og Broderick voru tilnefndir fyrir bestu slagsmál, þegar þeir berjast á miðaldasýningunni.

Frægir textar

"Cable Guy: The trouble with real life is that there is no danger music."

"Chip: Dry land is not a myth, I've seen it. Kevin Costner. Waterworld. I don't know what the big fuss was about - I saw that movie nine times. It rules!! "

Gagnrýni notenda (11)

Frábær grínmynd

The Cable guy er mjög skemmtileg grínmynd eftir Ben Stiller með leikurunum Jim Carrey og Matthew Broderick. William kynnist manni sem heitir Chip Douglas þegar Chip kemur heim til hans og gefur h...

Þetta er þvílík snilld, en ekki samt fyrir alla. Svolítið öðruvísi húmor í henni eins og Ben Stiller er einum lagið. Þegar þeir voru að slást á Midelagetime´s þá gjörsamlega misst...

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með Cable guy,mér fannst Jim carey nálægt því að eiðileggja feril sinn í þessari mynd og er hann ekki næstum eins góður og í myndum eins og Ace Ventura...

Þvílíkt babbúl (rugl ef þið vitið ekki hvað það þýðir) að The Cable Guy sé ein lélegasta mynd sem Jim Carrey hefur leikið í. Cable Guy er að mínu mati besta mynd sem hann hefur lei...

★★★★☆

Jamm þessi mynd er furðuleg á þann hátt að allir töldu hana hið argasta rusl þegar hún kom fyrst! Ég sjálfur var nú ekki alveg undanskilinn en það var líklegast vegna þess að mað...

Þessi mynd er frábær ,Jim carrey og Matthew Broderik eru frábærir í þessari mynd.Hún er ein af betri myndum Jim Carreys. Myndin fjallar um mann sem orðinn er heldur betur klikkaður af þv...

Ógéðslega fyndin grínmynd með Jim Carrey, Matthew Broderick, Leslie Mann, Jack Black og Ben Stiller. Jim Carrey leikur einmana kapalsgaur sem reynir að finna vini í kúnnum og einn þeirra er ...

★★★★☆

Þetta er sögð vera versta mynd Jim Carrey. Samt sem áður finnst mér hún ágæt og fyndin. Ekki allveg jafn fyndin og margar aðrar myndir með honum en samt skemmtileg.

Þetta var sögð vera ein versta myndin hans. Ég er ekki alveg sammála. Jim Carrey leikur kapalgaurinn sem að böggar Steven Kovacks allan tímann.

Vini getur verið erfitt að eignast en ekki þegar Jim Carrey kemur nálægt. Já hann slær í gegn eins og áður.

Þessi mynd er ekki fyrir alla og ég veit um fleiri sem hata hana en elska. Jim Carrey leikur geðsjúkling sem hefur horft aðeins of mikið á sjónvarp en vill aðallega eignast vin, hvað sem þ...