The Secret Life of Walter Mitty
2013
Frumsýnd: 3. janúar 2014
114 MÍNEnska
52% Critics
71% Audience
54
/100 Myndin er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1947, en hún var
aftur byggð á smásögu bandaríska rithöfundarins og húmoristans James
Thurber sem birtist fyrst í tímaritinu The New Yorker árið 1939. Sagan
hefur allar götur síðan verið í hávegum höfð í bandarískum bókmenntum
og er í dag flokkuð til meistaraverka.
Þetta er sagan um hinn kurteisa en feimna... Lesa meira
Myndin er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1947, en hún var
aftur byggð á smásögu bandaríska rithöfundarins og húmoristans James
Thurber sem birtist fyrst í tímaritinu The New Yorker árið 1939. Sagan
hefur allar götur síðan verið í hávegum höfð í bandarískum bókmenntum
og er í dag flokkuð til meistaraverka.
Þetta er sagan um hinn kurteisa en feimna Walter Mitty sem er vægast
sagt dálítið utangátta í lífinu og litinn hornauga af ýmsum sem umgangast
hann dags daglega. Walter vinnur á ljósmyndadeild tímaritsins Life,
en á það til að flýja hinn hversdagslega raunveruleika inn í dagdrauma
þar sem hann er hetjan sem allt getur.
Þegar tilkynnt er að leggja eigi tímaritið niður og segja öllu starfsfólkinu
upp ákveður Walter að gera eitthvað nýtt og heldur í ferðalag út í heim.
Það ferðalag á eftir að verða skrítnara og viðburðaríkara en nokkrir af
dagdraumum hans ...... minna