Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
The Royal Tenenbaums er snilld. Er mikill aðdáandi Wes Anderson, og er á því að þessi er með bestu myndum sem hann hefur sent frá sér. Hef ekki kynnt mér Rushmore, og ætti kannski að gera það. En hef séð þessa og Steve Zissou myndina, og er á því að Wes er einn frumlegasti leikstjóri síðustu ára. En í myndina. Myndin virkar á flestum stigum: Hún er sjúklega fyndin, handritið einstaklega vel skrifað, heill her af frábærum leikurum lífga myndina verulega upp og skemmtanagildið er í toppmálum. Þetta er mynd sem ég get ekki gefið aðra einkunn en 4 stjörnur, því hún á það svo fyllilega skilið.
Frábær mynd með stórleikurum í öllum hlutverkum. Gene Hackman fer á kostum í hlutverki léttgeggjaðs fjölskylduföður sem á í svolitlum erfiðleikum með að segja sannleikann. Börnin hans eru túlkuð á kostulegan hátt af Luke Wilson,Ben Stiller og Gwyneth Paltrow. Bill Murray fer á kostum sem þunglyndur sálfræðingur og Anjelica Huston er góð sem mamman. Danny Glover er líka skemmtilegur sem eiginmaður hennar. Það má ekki segja mikið um söguþráðinn til að skemma ekki en þessi mynd er snilld og skemmtun frá upphafi til enda. Ýkt mynd af raunveruleikanum sem er mjög lærdómsrík. Sjón er sögu ríkari
Áhugaverð mynd sem lætur mann hugsa og hlæja um leið. Myndin fjallar um stórskrýtna fjölskyldu. Faðirinn (Gene Hackman) greinist með krabbamein og ætlar að eiða síðustu dögum sínum með fjölskyldunni. Mjög góð mynd sem ég mæli með fyrir alla grínunnenda.
Gene Hackman leikur ríkan mann að nafni Royal Tenenbaum. Hann yfirgaf börnin sín (Ben Stiller,Gwyneth Paltrow,Luke Wilson) og konuna sína (Anjelica Houston).En hann fær krabbamein í maga og á sex vikur eftir ólifað og vill eiða þeim með fjölskyldu sinni. Mjög áhugaverð og skrýtin mynd.
Ég er ekki ein á báti með það að segja að þessi mynd hafi ekki uppfyllt mínar væntingar þegar ég horfði á hana á hvíta tjaldinu. Ég fór á myndina með réttu hugarfari með vinkonu minni, ánægð og bjóst við alveg ágætri mynd. Við höfðum frétt af öllum þessum úrvals leikurum og bjuggumst nú ekki við neinu slöku.
Ánægðar sátumst við niður með popp og kók og myndina byrjaði......eftir 15 mín fórum við aðeins að pæla um hvað myndin væri, við gátum ekki með nokkru móti fattað það. Einhver stelpa alltaf að reykja inn á klósetti....ég man ekki meir af myndinni, áhuginn datt gjörsamlega niður eftir korter. Leikararnir komu alltaf og fóru af skjánum, eins og einhver flash mynd og maður náði ekki alveg hvað persónurnar áttu að vera.
20 mín vorum við byrjaðar að tala saman um að fara út úr hléinu. Og það gerðum við, fórum bara inn á næstu mynd, Jimmy Neutron sem var hálfnuð, og við hlóum ÞÁ í fyrsta skiptið.
Ég á sjálf erfitt með að trúa því en Jimmy Neutron var miklu skemmtilegri, hún hafði allavega söguþráð og eitthvað takmark.
Þessi mynd fær hálfa stjörnu fyrir það að leikararnir voru góðir (erfitt að mótmæla því) og ekkert annað.
Þið verðið að afsaka en þetta var ömurleg mynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
5. apríl 2002
VHS:
12. desember 2002