Náðu í appið
The French Dispatch

The French Dispatch (2020)

1 klst 48 mín2020

Arthur Howitzer Jr., ritstjóri dagblaðsins The French Dispatch, fær skyndilega hjartaáfall og deyr.

Rotten Tomatoes75%
Metacritic75
Deila:
9 áraBönnuð innan 9 ára
Ástæða:HræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Arthur Howitzer Jr., ritstjóri dagblaðsins The French Dispatch, fær skyndilega hjartaáfall og deyr. Samkvæmt erfðaskrá hans skal umsvifalaust hætta útgáfu dagblaðsins, eftir að búið er að gefa út eitt loka tölublað. Í því eru endurbirtar þrjár greinar úr eldri tölublöðum blaðsins ásamt minningargrein um Howitzer. Myndin segir þessar þrjár sögur og er kynnt sem ástarbréf til blaðamanna.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Eftir sýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi stóðu gestir og klöppuðu í níu mínútur.
Þetta er níunda kvikmyndin þar sem Wes Anderson og Bill Murray vinna saman og áttunda mynd Anderson og Owen Wilson.
Myndin gerist í skálduðum frönskum bæ sem kallast \"Ennui-sur-Blasé\". \"Ennui\" og \"blasé\" eru bæði ensk orð og þýða það sama: lífsþreyta og leiði, tilfinningadeyfð og fágun.
Um ráðningu Timothée Chalamet sem Zeffirelli sagði Wes Anderson við GQ tímaritið, Ég þurfti aldrei að hugsa um annan í það hlutverk. Það var samið sérstaklega með hann í huga.
Herbsaint Sazerac (Owen Wilson) heitir í höfuðið á Herbsaint og Sazerac, áfengistegundum frá New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum. Herbsant er með lakkrískeim og Sazerac er einskonar rúgviskí. Báðar tegundir eru notaðar í hanastélið Sazerac frá New Orleans.
Upphaflega átti myndin að vera söngvamynd, en Wes Anderson hætti við það áður en tökur hófust.
Kate Winslet var upphaflega ráðin í hlutverkið sem Elisabeth Moss fer með.
Þetta er tíunda mynd Wes Anderson í fullri lengd.
Í myndinni leika sjö Óskarsverðlaunahafar: Frances McDormand, Tilda Swinton, Benicio Del Toro, Christoph Waltz, Adrien Brody, Anjelica Huston og Fisher Stevens; og níu óskarstilnefndir: Timothée Chalamet, Saoirse Ronan, Bill Murray, Willem Dafoe, Edward Norton, Griffin Dunne, Bob Balaban, Owen Wilson og Bruno Delbonnel.

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Indian PaintbrushUS
American Empirical PicturesUS
Studio BabelsbergDE