Aðalleikarar
Leikstjórn
Vissir þú
Eftir sýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi stóðu gestir og klöppuðu í níu mínútur.
Þetta er níunda kvikmyndin þar sem Wes Anderson og Bill Murray vinna saman og áttunda mynd Anderson og Owen Wilson.
Myndin gerist í skálduðum frönskum bæ sem kallast \"Ennui-sur-Blasé\". \"Ennui\" og \"blasé\" eru bæði ensk orð og þýða það sama: lífsþreyta og leiði, tilfinningadeyfð og fágun.
Um ráðningu Timothée Chalamet sem Zeffirelli sagði Wes Anderson við GQ tímaritið, Ég þurfti aldrei að hugsa um annan í það hlutverk. Það var samið sérstaklega með hann í huga.
Herbsaint Sazerac (Owen Wilson) heitir í höfuðið á Herbsaint og Sazerac, áfengistegundum frá New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum. Herbsant er með lakkrískeim og Sazerac er einskonar rúgviskí. Báðar tegundir eru notaðar í hanastélið Sazerac frá New Orleans.
Upphaflega átti myndin að vera söngvamynd, en Wes Anderson hætti við það áður en tökur hófust.
Kate Winslet var upphaflega ráðin í hlutverkið sem Elisabeth Moss fer með.
Þetta er tíunda mynd Wes Anderson í fullri lengd.
Í myndinni leika sjö Óskarsverðlaunahafar: Frances McDormand, Tilda Swinton, Benicio Del Toro, Christoph Waltz, Adrien Brody, Anjelica Huston og Fisher Stevens; og níu óskarstilnefndir: Timothée Chalamet, Saoirse Ronan, Bill Murray, Willem Dafoe, Edward Norton, Griffin Dunne, Bob Balaban, Owen Wilson og Bruno Delbonnel.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Jason Schwartzman, Wes Anderson, Roman Coppola
Kostaði
$25.000.000
Tekjur
$46.000.000
Vefsíða:
www.searchlightpictures.com/thefrenchdispatch/
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
12. nóvember 2021