Kvikmyndir.is býður í bíó!

Föstudaginn 17. janúar munum við bjóða gestum okkar í bíó á myndina Once Upon a Time in the Midlands. Hér er um að ræða glænýja og skemmtilega gamanmynd með snilldarleikurunum Rhys Ifans og Robert Carlyle. Rhys Ifans fór meðal annars á kostum sem klikkaði herbergisfélaginn í Notting Hill og Robert Carlyle hefur leikið í fjölmörgum hágæða myndum á borð við The Full Monty og Trainspotting. Myndin hefur hlotið frábærar viðtökur þrátt fyrir að hafa aðeins verið sýnd í örfáum löndum hingað til.

Fyrir þá sem vilja nánari upplýsingar um myndina sjálfa bendum við á heimasíðu myndarinnar. Einnig bendum við á að hægt er að horfa á trailer fyrir myndina hérna á Kvikmyndir.is.

Í fréttabréfinu okkur sem við sendum út á föstudagsmorgun verða nánari upplýsingar um hvernig hægt er að ná sér í miða, en alls verða 300 miðar í boði. Ef þú ert ekki þegar áskrifandi getur þú gert það með því að smella á “Stillingar“ eftir að þú skráir þig inn á vefinn.