Hanks og Spielberg í þriðja sinn?

Stórstjörnurnar þeir Steven Spielberg og Tom Hanks eru líklega að fara að gera saman þriðju myndina. Þeir hafa áður unnið saman að Saving Private Ryan og Catch Me If You Can, en í þetta sinn heitir myndin Terminal. Lítið er vitað um söguþráð myndarinnar, en hún fjallar þó um innflytjanda frá Balkanskaganum sem festist á flugvelli í New York eftir að stríð í heimalandi hans gerir vegabréfið hans ógilt. Jeff Nathanson, annar af handsritshöfundum Catch Me If You Can skrifar handrit myndarinnar, ásamt Sacha Gervasi ( Simone ). Ef af myndinni verður, munu tökur á henni hefjast í haust fyrir Dreamworks kvikmyndaverið, með sumarið 2004 í huga.