Affleck og Eastwood fá frumsýningardaga

ben affleckClint Eastwood myndin Jersey Boys kemur í bíó 20. júní 2014 og Live By Night, næsta mynd sem Ben Affleck skrifar og leikstýrir, verður frumsýnd á Jóladag, 2015.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Warner Bros kvikmyndaverinu.

Síðasta mynd Affleck, Argo, fékk Óskarsverðlaunin sem besta mynd ársins. Auk þess að skrifa og leikstýra þá bæði leikur hann aðalhlutverk í og framleiðir Live By Night, sem er söguleg glæpasaga og búningamynd, sem gerð er eftir skáldsögu Dennis Hehane. Hehane skrifaði einnig bókina sem fyrsta myndin sem Affleck leikstýrði, Gone Baby Gone, var gerð eftir.