Áhorf vikunnar (30. jan -5. feb)

Smölum okkur öll saman og deilum hvaða gláp átti sér stað heima og í bíóhúsuum landsins. 

Ofurmennin í Chronicle fóru lengra yfir takmörk PG-13 stympilsins en búist var við, David Chronenberg gaf út nýja mynd sem engin virðist tala um (ætli freudstachið hans Mortensens hafi eitthvað með það að gera?), og Katherin Heigl sannar á ný að hún hefur ekki alveg besta myndavalið með One for the Money.

Einnig hófst Sleðaleikurinn hér á síðunni í vikunni, en þar er hægt að vinna bíómiða fyrir tvo í helstu bíóhús landsins.

Komum okkur nú að kjarna málsins á sömu einföldu vegu og alltaf. Hver ætlar að byrja að þessu sinni?

Kvikmynd, einkunn
og komment.