Teiknimyndaframleiðandinn Pixar hefur dælt frá sér hverri gæðamyndinni á fætur annarri síðastliðin 20 ár. Ævintýrið hófst með Toy Story árið 1995 og síðan þá hafa Pixar-myndirnar átt sér fjölmarga aðdáendur víða um heim.
Í tilefni af útkomu The Good Dinosaur hefur vefsíðan Digital Spy sett saman lista yfir allar 15 Pixar-myndirnar, frá þeirri verstu til þeirrar bestu. Hvort það sé yfirhöfuð til léleg Pixar-mynd er aftur á móti annað mál.
Kíktu á listann! Þar ætti að koma fáum á óvart að Toy Story-myndirnar eru ofarlega á blaði.