Anderson hættir ekki (að venju)…

Eins mikið og margir myndu örugglega mótmæla því þá er ekkert sem stöðvar leikstjórann/handritshöfundinn Paul W.S. Anderson (Alien Vs. Predator) frá því að penna þriðju Resident Evil myndina (sem mun bera undirheitið AFTERLIFE). En bíðið…. Það er meira.

Ekki bara er Anderson langt kominn með handrit þessarar þriðju RE-myndar og ætlast er til þess að framleiðsla á henni muni hefjast í Ástralíu annaðhvort í Nóvember eða Desember, heldur þá vill kappinn einnig gera fjórðu myndina í þessari seríu…
Sagt er að þriðja myndin muni gerast í svokölluðu “post-apocalyptic“ umhverfi (fyrirgefið slettuna) þar sem uppvakningar eru farnir að ráða ríkjum (ímyndið ykkur miklu stærri útbreiðslu á veirunni í 28 Days Later), og mun lokauppgjörið eiga sér stað í Japan, þar sem ætlað er að fjórða myndin taki við.
Lítið hefur heyrst um þátttöku Millu Jovovich (sem er þó heldur líkleg) eða Siennu Guilleroy (sem fór með hlutverk Jill Valentine í mynd nr. 2). En nánari fréttir um þessa fjórðu mynd munu örugglega skjóta upp kollinum við fyrsta tækifæri.