Annar Helldorado meðlimur

Myndin Helldorado, kannski versti kvikmyndatitill sem sögur fara af, hefur nú dregið að sér nýjan meðlim. Er það hin föngulega Rosario Dawson, sem sést hefur í kvimyndum eins og Men in Black 2 og Sidewalks of New York. Gengur hún þar með í lið með þeim félögum Dwayne Johnson, sem betur er þekktur sem The Rock, og Seann William Scott ( American Pie ). Tökur á myndinni hefjast í september og mun Peter Berg ( Very Bad Things ) leikstýra.