Anyone But You komin í 28 milljónir

Skvísumyndin Anyone But You sem byggð er á sögu William Shakespeare, Much Ado about Nothing, situr sem fastast á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, þriðju vikuna í röð. Samanlagðar tekjur myndarinnar eru nú orðnar tæpar 28 milljónir króna.

Í öðru sæti líkt og í síðustu viku er toppmyndin í Bandaríkjunum, Mean Girls, en rúmlega 1.200 manns sáu hana um síðustu helgi.

Þriðja sætið fær svo hin óvenjulega en mjög svo spennandi Poor Things, sem hlaut ellefu tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrr í dag.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: