Apar taka sér stöðu á toppinum

Aparnir í kvikmyndinni Kingdom of the Planet of the Apes, sem gerist 300 árum eftir atburði síðustu myndar í flokknum, fóru rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi þegar rúmlega tvö þúsund manns lögðu leið sína í bíó að sjá hana. Tekjur voru 4,2 milljónir.

Í öðru sæti er toppmynd síðustu viku, The Fall Guy með Ryan Gosling í hlutverki áhættuleikara í Hollywood.

Í þriðja sæti sem fyrr er teiknimyndin Tíu líf.

Nýstirni í Bíó paradís

Í Bíó paradís er nýstirnið Sydney Sweeney mætt í hrollvekjunni Immaculate, en myndin fór beint í tólfta sæti aðsóknarlistans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: