Aulinn ég vinsælli en Grown Ups 2 og Pacific Rim

Síðustu tölur frá Hollywood herma að aðsóknarmesta kvikmynd síðustu helgar í Bandaríkjunum, Despicable Me 2, eða Aulinn ég 2 eins og hún heitir á íslensku, sé áfram vinsælasta myndin í landinu þessa helgina, þar sem nýju myndirnar, gamanmyndin Grown Ups 2 og geimskrímslamyndin Pacific Rim, ná aðeins 2. og 3. sætinu.

grown

Tekjur Despicable Me 2 eru áætlaðar 45 milljónir Bandaríkjadala fyrir alla helgina, Grown Ups 2 með 43,8 milljónir dala og Pacific Rim með 39,7 milljónir dala.