Avatar: The Way of Water – Ný stikla og persónuplaköt

Splunkuný stikla fyrir stórmyndina Avatar: The Way of Water kom út í dag auk þess sem við birtum hér neðar á síðunni persónuplaköt fyrir helstu persónur myndarinnar.

Myndin sem frumsýnd verður þann 16. desember nk. gerist meira en áratug eftir atburði fyrstu kvikmyndarinnar. Fyrst er sögð saga Sully fjölskyldunnar, Jake, Neytiri og barna þeirra, og erfiðleikum sem að þeim steðja, hve langt þau þurfa að ganga til að tryggja öryggi sitt, bardögunum sem þau heyja til að halda lífi og harmleikjunum sem yfir þau ganga.