Avengers rústar Super Bowl stiklunum

En ekki hvað?

Það hefur alltaf verið venja að sérstakar stiklur eru gerðar til sýningar í þegar kemur að hálfleik í úrslitaleik Super Bowl í Bandaríkjunum (enda eitt dýrasta auglýsingapláss í heiminum). Ofurskálin svokallaða var sýnd í gær og í hálfleik fengu Bandaríkjamenn, sem og þeir sem vöktu og horfðu á leikinn á milli Giants og Patriots, að horfa á glænýjar stiklur úr öllum stærstu myndunum sem eru væntanlegar á árinu. Stiklurnar eru allar komnar á netið og má sjá þær hér að neðan.

Flestir eru hins vegar sammála því að Avengers-sýnishornið hafi ótvírætt staðið upp úr.

Eru ekki allir að deyja úr spenningi yfir Act of Valor?