Bad Boys númer þrjú frestað

Bad Boys 3 með Will Smith og Martin Lawrence í aðalhlutverkum hefur verið frestað til byrjunar ársins 2018.

badboys3

Frumsýning myndarinnar var fyrirhuguð 2. júní 2017 en verður þess í stað 2. janúar 2018, samkvæmt Sony.

Aðdáendur myndanna þurfa því að bíða í hálft ár til viðbótar eftir því að sjá nýjustu afurðina.

Titill nýju myndarinnar hefur einnig verið afhjúpaður og er hann Bad Boys For Life.

Fyrsta Bad Boys-myndin kom út 1995 og framhaldið leit dagsins ljós 2003, eða fyrir 13 árum síðan. Michael Bay leikstýrði báðum myndunum.