Slæmir strákar á toppinn

Fólk er greinilega enn spennt að fylgjast með ævintýrum löggufélaganna Marcus Burnett og Mike Lowrey, sem Will Smith og Martin Lawrence leika í Bad Boys for Life, þriðju Bad Boys myndinni. Kvikmyndin fór rakleitt á topp íslenska bíóaðsóknarlistans og sló þar með út stríðsmyndina 1917, sem fengið hefur mikið lof síðustu daga og vikur, en hún situr nú í öðru sæti aðsóknarlistans. Ný mynd var einnig í þriðja sæti listans, en það er mynd um engan annan er Dagfinn Dýralækni, sem talað getur við dýrin.

Glatt á hjalla hjá slæmu strákunum.

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum þessa vikuna, en Sword of Trust, sem sýnd er í Bíó Paradís, settist beint í átjánda sæti aðsóknarlistans.

Sjáðu topplistann í heild sinni hér fyrir neðan: