Barn og Stjörnustríðsleikari í Modern Family

Það er allt að gerast í Modern Family sjónvarpsþáttunum úti í Bandaríkjunum, en þættirnir eru sýndir hér á landi á Stöð 2.  Hlé hefur verið á sýningum þátttanna ytra, en nýir þættir fara í loftið í Bandaríkjunum eftir tæpar tvær vikur.

Til að stytta biðina fyrir aðdáendur þáttanna þá setti ABC nokkur kynningarmyndbönd í loftið til að minna fólk á að það styttist í nýja þætti, og nýtt barn, en Gloria, sem Sofia Vergara leikur, er um það bil að verða léttari í þáttunum, með tilheyrandi dramatík, ópum og óhljóðum ….

Hér að neðan er einnig mynd sem ætti að kæta Star Wars aðdáendur, en þarna er mættur til að leika aukahlutverk í þáttunum sjálfur Billy Dee Williams sem lék Lando Calrissian í Star Wars.