Berst við rússneska glæpamenn

theequalizer-Fyrsta stiklan úr nýjustu kvikmynd Antoine Fuqua, The Equalizer, var frumsýnd í dag. Það eru þau Denzel Washington og Chloe Moretz sem fara með aðalhlutverkin.

The Equalizer er gerð eftir þáttum sem voru sýndir á níunda áratugnum og fjölluðu um fyrrverandi lögreglumann sem tók það að sér að hjálpa fórnarlömbum sem lentu í hótunum.

Washington leikur fyrrum sérsveitarmann sem setur dauða sinn á svið til að geta lifað rólegu lífi í nágrenni Boston. Hann ákveður að koma aftur til starfa til að bjarga ungri stúlku, Teri, og á nú í höggi við rússneska glæpamenn. Moretz leikur Teri og svipar hlutverkið til Jodie Foster í kvikmyndinni Taxi Driver. Foster lék þá unga stelpu sem var á villigötum í lífinu og var byrjuð að selja sig til þess að sjá fyrir sér.

Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni.