Besta mynd ársins í nýjum hlaðvarpsþætti

Þóroddur Bjarnason og Helgi Snær Sigurðsson kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaðsins ræða í nýjum hlaðvarpsþætti um bíóárið 2018 sem nú er að renna í aldanna skaut.

Helgi sá talvert af bæði Hollywoodmyndum og evrópskum verðlaunamyndum á árinu, og sótti til dæmis evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Sevilla á dögunum þar sem hann hitti engan annan en sjálfan Voldemort, Ralph Fiennes, sem kenndi honum að bera fram nafnið sitt!

Í spjallinu kemur fram hvaða myndir komust á topp tíu lista Helga, sem hann mun birta í Morgunblaðinu á morgun, 22. desember.

Smelltu hérna til að hlusta, en einnig er hægt að hlusta á þáttinn í öllum helstu podcast-veitum og á Spotify og i-Tunes.

Öll læk og deilingar og eru vel þegnar!