Bíótali lokið? :(

Það gæti litið út fyrir að gagnrýnendaþátturinn Bíótal sé aftur að syngja sitt síðasta, okkur aðstandendum (s.s. okkur Sindra) til mikillar óánægju. Við erum þó vægast sagt þakklátir fyrir þennan litla aðdáendahóp sem hefur safnast saman í gegnum mánuðina, en áhorfið á þáttunum er bara því miður ekki þægilega gott til að réttlæta tilvist hans. Við höfum reynt okkar besta til að koma þessum litla – og heldur flippaða – þætti á framfæri með því hugarfari að fá fleiri til að kíkja á hann og bölva okkur (enda eiga gagnrýnendur að vera hataðir!) en það hefur gengið hægt 🙁

Bíótal byrjaði fyrst í byrjun ársins 2008 og við Sindri Gretarsson fjölluðum vikulega um nýjustu myndir í bíó alveg fram að miðju sumri þess árs. Svo myndaðist lítil Facebook-grúppa sem vildi endilega að við héldum áfram með þetta, og það ásamt fjölmörgum e-mailum leiddi til þess að við ákváðum að pikka þráðinn upp aftur. Í byrjun apríl á þessu ári hóf þátturinn göngu sína aftur og hann hélst alveg rúllandi út sumarið. Nýju þættirnir voru að vísu mun metnaðarfyllri, steiktari og að okkar mati vandaðri heldur en þeir sem voru á netinu tveimur árum áður.

Það fer augljóslega talsverð vinna í það að gera einn svona þátt, og þar sem áhugi fólks var ekki jafn mikill og við vonuðumst eftir neyðumst við til að kippa hann úr sambandi (ekki nema cirka 500 manns mótmæli – just saying ;). Við höfum líka verið að einblína á annan þátt sem hefur fengið býsna góðar viðtökur (og heila Moggagrein) og hann nefnist Punkturinn. Þið hafið kannski eitthvað séð hann auglýstan hér áður á vefnum.

Annars, ef þetta skildu vera (endanlegu?) endalok Bíótals þá vil ég nýta mér tækifærið og þakka aftur kærlega fyrir stuðninginn. Það eru ýmsir fastagestir hér á Kvikmyndir.is sem hafa verið gríðarlega jákvæðir í garð þáttarins og ég mun seint gleyma því.

Ég ætla að ljúka þessari frétt með smá kveðjugjöf. Það er heill listi yfir alla þá þætti sem við gerðum á þessu ári:

CLASH OF THE TITANS

KICK-ASS

SHE´S OUT OF MY LEAGUE

THE BACK-UP PLAN


BJARNFREÐARSON


BLACK DYNAMITE


IRON MAN 2


ROBIN HOOD


YOUTH IN REVOLT


PRINCE OF PERSIA

BROOKLYN´S FINEST

SEX AND THE CITY 2

GET HIM TO THE GREEK

THE LOSERS

THE A-TEAM

A NIGHTMARE ON ELM STREET

TOY STORY 3

KILLERS

THE TWILIGHT SAGA: ECLIPSE

KNIGHT & DAY

PREDATORS

INCEPTION

THE KARATE KID

THE SCORCERER´S APPRENTICE

SALT

THE LAST AIRBENDER

THE EXPENDABLES

SCOTT PILGRIM VS. THE WORLD

THE GHOST WRITER

THE OTHER GUYS

B.kv.
T.V.

Ein spurning samt: Hvaða intro fannst ykkur best??