Nýlega var birt Red-Band stikla úr myndinni The Evil Dead, sem er endurgerð frægrar myndar með sama nafni. Red-Band stikluna má sjá hér, og nú er einnig komin svokölluð Green Band stikla.
Það sem skilur stiklunar rauðu og grænu í meginatriðum að er að blóðið og viðbjóðurinn gusast óhindrað í allar áttir í Red-band stiklunni, en Green – band stikluna ættu allir að geta horft á. Red – band stiklur eru þannig einmitt ætlaðar fullorðnu fólki og fólki sem telur sig ekki vera viðkvæmt, en Green-band stiklur eru fyrir alla hina.
Sjáðu nýju „barnvænu“ stikluna hér að neðan:
Evil Dead er endurgerð frægrar hrollvekju frá árinu 1981. Fimm vinir á þrítugsaldri fara í ferðalag í sumarbústað úti á landi. Þegar þau uppgötva bók dauðans, þá óafvitandi vekja þau upp djöful sem legið hefur í dái í skógi þar rétt hjá. Hann tekur sér bólfestu í hverju þeirra á fætur öðru þar til aðeins einn er eftir.
Helstu leikarar eru Jane Levy, Shiloh Fernandez, Jessica Lucas, Lou Taylor Pucci og Elizabeth Blackmore. Framleiðendur eru þeir sömu og gerðu upprunalegu myndina, þeir Sam Raimi, Bruce Campbell og Robert Tapert. Leikstjóri er Fede Alvarez.
Sjáðu plakatið hér að neðan:
Myndin kemur í bíó í Bretlandi 12. apríl nk.