Brad Pitt og uppvakningarnir á toppnum

Zombie tryllirinn World War Z með Brad Pitt í hlutverki sérfræðings á vegum Sameinuðu þjóðanna sem sendur er út af örkinni til að finna lækningu við uppvakningafaraldi, fór rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans og var nokkuð vinsælli en myndin í öðru sæti, gamanmyndin The Heat, sem er einnig ný á lista.

1371748354000-World-War-Z

The Heat fjallar um mjög ólíkar lögreglukonur sem verða félagar og þurfa að berjast gegn eiturlyfjabarón.

Í þriðja sætinu er hin bráðfyndna heimsendagamanmynd This is the End, og fer niður um eitt sæti á milli vikna. Í fjórða sæti er toppmynd síðustu viku, The Lone Ranger, með Armie Hammer og Johnny Depp í aðalhlutverkum og í fimmta sætinu er teiknimyndin Epic, sem stendur í stað á milli vikna.

Smelltu hér til að skoða hvaða myndir eru í bíó í kvöld. 

Smelltu hér til að skoða hvaða myndir eru væntanlegar í bíó.

Sjáðu 15 vinsælustu myndir á Íslandi í dag hér fyrir neðan:

lisgtinn