Þurfa hvítir alltaf að bjarga?

Fresh of the Boat sjónvarpsleikkkonan Constance Wu gagnrýnir þátttöku Matt Damon í kínverska sögulega spennutryllinum The Great Wall nú um helgina, í færslu á Twitter: „Við verðum að hætta að viðhalda þeirri rasísku goðsögn að það sé aðeins hvíti maðurinn sem geti bjargað heiminum,“ sagði leikkonan í færslu sinni.

constance wu

Leikkonan sem er taivönsk-bandarísk að uppruna, og þekkt fyrir hlutverk sitt sem Jessica Huang í ABC sjónvarpsþáttaröðinni Fresh Off the Boat, sagði jafnframt að hetjurnar líti öðruvísi út: „Okkar hetjur líta ekki út eins og Matt Damon. Þær líta út eins og Malala. Ghandi. Mandela,“ skrifaði leikkonan, en The Greath Wall er samvinnuverkefni bandaríska fyrirtækisins Legendary Entertainment og kínversku fyrirtækjanna Le Vision Pictures og China Film Group. Auk Damon leika í myndinni Willem Dafoe og þekktir leikarar frá Hong Kong, meginlandi  Kína og Taívan, þar sem þeir berjast við ævaforn kínversk skrímsli m.a.

Í mótmælum sínum gegn Damon í myndinni skrifar hún: „ég er að benda á að með því að vera endurtekið að benda á þann kynþáttalega hlut að hvíta fólkið hafi yfirburði gegn fólkinu í Kína og Kínverjar þurfa einhvern til að hjálpa sér að sigra fólk af eigin kynþætti, með hvítum styrk [þá er það kynþáttahyggja]. Þegar þú gerir endurtekið slíkar myndir, þá ertu að segja það … hvort sem þú ætlar þér það eða ekki.“

Ummæli hennar koma í kjölfar ýmissa annarra álíka umræðna á undanförnum mánuðum, eins og til dæmis #OscarsSoWhite þar sem gagnrýnd var fjarvera þeldökkra í Óskarstilnefndum bíomyndum.

Hér fyrir neðan er færsla leikkonunnar í heild sinni: