Carey orðuð við The Lego Batman Movie

Söngkonan Mariah Carey er í viðræðum um að ljá Commissioner Gordon rödd sína  í The Lego Batman Movie, sem verður hliðarmynd hinnar vinsælu The Lego Moviemariah

Heimildir Deadline.com herma að Carey muni þar með bætast í hóp með Ralph Fiennes (Alfred the Butler), Will Arnett (Batman), Michael Cera (Robin), Rosario Dawson (Batgirl) og Zack Galifianakis (The Joker).

Fyrr á þessu ári var greint frá því að Carey muni leika í jólamynd og er hún í undirbúningi um þessar mundir.

Á meðal kvikmynda sem hún hefur leikið í eru Precious og The Butler.