Chastain hægri hönd Cruise í MI5?

Mission Impossible 5 er væntanleg í bíó á Jóladag árið 2015. Tom Cruise snýr aftur í aðalhlutverkinu og leikstjóri er sá sami og stýrði Cruise í Jack Reacher, Christopher McQuarrie.

jessica

Nýjustu fregnir herma að Jessica Chastain sé nú orðuð við aðalkvenhlutverk myndarinnar, en fréttinni fylgja engar nánari upplýsingar um hlutverkið, nema að persónan yrði hægri hönd persónu Cruise.

Chastain er eftirsótt leikkona. Eleanor Rigby verður frumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni nú í vor og þrjár aðrar myndir eru væntanlegar með henni í aðalhlutverkinu, Interstellar, mynd Christopher Nolan, Miss Julie og A Most Violent Year.

Þá mun Chastain einnig leika í mynd Guillermo Del Toro, Crimson Peak, og sömuleiðis mun hún leika enga aðra en Marilyn Monroe í mynd Andrew Dominik, Blonde.