Conjuring hjón með Neeson í The Commuter

The Conjuring hjónin Patrick Wilson og Vera Farmiga hafa gengið til liðs við Liam Neeson í myndinni The Commuter, en í myndinni vinna þeir saman enn á ný þeir Neeson, og leikstjórinn Jaume Collet-Serrais ( Unknown, Non-Stop, Run All Night ).

The-Conjuring-2_Wilson_Farmiga

Myndin fjallar um tryggingasölumann, sem Neeson leikur, sem á leið sinni til vinnu, er neyddur til þess af dularfullri ókunnugri konu, sem Farmiga leikur, að afhjúpa persónueinkenni ákveðins farþega í lestinni, áður en lestin kemur á áfangastað.

Wilson leikur hlutverk trausts vinar sölumannsins sem hjálpar honum í málinu, en hlutverk Farmiga er aðal kvenhlutverkið í myndinni.

Tökur á myndinni standa nú yfir í Lundúnum.

Við sáum þau Farmiga og Wilson síðast saman í The Conjuring 2, en myndin hefur þénað meira en 318 milljónir Bandaríkjadala í sýningum um allan heim.