Cotillard og Phoenix í Low Life

Marion Cotillard og Joaquin Phoenix hafa gengið til liðs við næstu mynd leikstjórans James Gray, Low Life. Myndin fjallar um innflytjenda (Cotillard) sem leiðist út í vændi til að borga undir fárveika systur sína. Persónu Phoenix er lýst sem heillandi skíthæl sem varpar skjóli yfir Cotillard.

Sömuleiðis er Jeremy Renner orðaður við myndina, en hann færi með hlutverk töframanns sem verður ástfanginn af persónu Cotillard. Þetta yrði í þriðja sinn sem Joaquin Phoenix og James Gray starfa saman, en áður hafa þeir gert myndirnar We Own the Night og Two Lovers. Leikararnir eru heldur betur uppteknir þess daganna, en tökur hefjast ekki fyrr en 2012.