Cranston sem Lex Luthor í Man of Steel 2

Photo Credit:  Ben Leuner/AMCVefsíðan Cosmic Book News segir frá því að Breaking Bad leikarinn Bryan Cranston hafi verið ráðinn í hlutverk erkióvinar Superman, Lex Luthor, í myndinni Man of Steel 2, þar sem þeir Superman og Batman sameina krafta sína.

Eins og við höfum sagt frá þá mun Ben Affleck leika Batman en Henry Cavill mætir aftur til leiks sem Superman, en hann lék ofurmennið í Man of Steel 1.

Vefsíðan segir að Cranston hafi gert samning um að koma fram í að minnsta kosti sex myndum sem Lex Luthor og jafnvel svo mörgum sem 10!

Vefsíðan greinir einnig frá því að DC teiknimyndafyrirtækið, sem gefur út Batman og Superman, hafi áhuga á að fá Matt Damon inn í Justice League ofurhetjuteymið, nú þegar vinur hans Affleck er kominn í hópinn. DC sér Damon fyrir sér sem Aquaman eða Martian Manhunter, samkvæmt síðunni.