Cruise hleypur stanslaust í ofurklippu

Burger Fiction á YouTube hefur búið til ofurklippu með öllum hlaupum Tom Cruise á kvikmyndaferli hans. Þar sést Cruise hlaupa eins og fætur toga í myndum á borð við Born on the Fourth of July, The Firm, Minority Report, Mission: Impossible, Oblivion  og Edge of Tomorrow.

Þetta er skemmtilegt myndband sem sýnir að Cruise hefur verið meira og minna á harðahlaupum á ferli sínum, eða samfleytt í um 19 mínútur, enda ávallt verið í hörkuformi.

Cruise sést næst á hvíta tjaldinu í Jack Reacher: Never Go Back, sem er væntanleg síðar í þessum mánuði.