Cruise og Kosinski dásama Ísland sem tökustað

Við sýndum í gær nýtt myndband frá tökustað á nýjustu Tom Cruise myndinni Oblivion þar sem rætt var sérstaklega um stjórnstöðina í myndinni. Nú er annað myndband komið út en þar er áherslan öll á Ísland og það hvað landið reyndist vera frábær tökustaður fyrir myndina.

Bæði eru það leikstjórinn sjálfur Joseph Kosinski, sem og aðalleikarinn sjálfur Tom Cruise, sem ekki eiga orð til að lýsa því hvernig var að mynda hér á landi síðasta sumar.

Smellið hér til að skoða myndbandið, eða skoðið það hér fyrir neðan: