De Bont leikstýrir Tomb Raider 2

Það er næstum öruggt að leikstjórinn Jan De Bont muni leikstýra Tomb Raider 2. Samningar við hann og Angelina Jolie eru alveg við það að vera undirritaðir, og myndu tökur á myndinni hefjast í haust. De Bont var eitt sinn einn heitasti leikstjórinn í Hollywood, eftir smelli eins og Speed og sérstaklega Twister. Þá tóku við mögur ár hjá honum þar sem hann eyðilagði nánast orðspor sitt í Hollywood með bombum eins og Speed 2: Cruise Control og The Haunting. Það hefur lítið heyrst frá honum undanfarið, en spurningin er hvort þetta verði ekki einhvers konar endurnýjun lífdaga fyrir hann. Framhald af stórum smelli, þar sem engrar persónusköpunar er krafist. Bara hasar, og nóg af honum. Ætti að henta honum vel.