Deadpool 2 á borðið

DEADPOOL

Myndin um andhetjuna Deadpool var ekki komin í almenna sýningu þegar sögusagnir fóru á kreik um að það væri búið að gefa grænt ljós á framhaldsmynd.

Því er spáð að myndin muni hala ágætlega inn, þegar hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum, og virðist Fox hafa trú á því að það borgi sig að gera aðra mynd, jafnvel þó að sú fyrsta sé bönnuð í Kína.

Fox virðist vilja halda í sama fólkið og stóð að baki fyrstu myndinni, en handritshöfundar fyrstu myndarinnar – Rhett Reese og Paul Wernick – eru víst nú þegar byrjaðir að skrifa handritið fyrir framhaldið. Ekki hefur fengist staðfest hvort leikstjórinn Tim Miller verði með á ný, en Deadpool var hans fyrsta mynd.

Vonandi mun hún ganga jafn vel og spáð hefur verið, þar sem framhaldsmynd gæti orðið enn skemmtilegri, því sú mynd þyrfti ekki að útskýra uppruna Deadpool.